Valgreinar næsta skólaárs 2017-2018

Kæru foreldrar nemenda í 7. bekk Rimaskóla

Nú hefur verið opnað fyrir val næsta skólaárs á heimasíðu Rimaskóla. Valið verður opið til miðnættis fimmtudagsins 4. maí. Nemendur í 7. bekk fá að velja það sem samsvarar einni kennslustund á ári. Þar sem flestar valgreinar eru 2 stundir hálft árið þá samsvarar það einni kennslustund á ári.

Inni á heimasíðu skólans er blár valhnappur hægra megin á síðunni sem nemendur smella á til að velja valgreinarnar. Nemendur velja 4 greinar, sem telja aðalval og varaval. Jafnframt er valgreinabæklingur með útskýringum á valfögum næsta skólaárs á heimasíðu skólans.

Nemendur í 7. bekk geta valið á milli fjórtán greina; Aðstoð við heimanám, stuttmyndagerð, leiklist og Skrekkur, hundar sem gæludýr, lestur og lesskilningur, skapandi skrif, borðspil, Ítalía – mál, menning & matur, skák, golf, fótbolti, blak, íþróttir utan skóla og tónlistarnám utan skóla.

Við biðjum foreldra/forráðamenn að fara yfir valið með börnum sínum.

Valið er bindandi og ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum að hausti.

Ef þið eruð með spurningar eða athugasemdir hafið þá endilega samband við mig.

Kveðja,

Sigrún Garcia Thorarensen

Náms- og starfsráðgjafi Rimaskóla

Gaman að lesa

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.