Til forráðamanna barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla skólaárið 2016-2017
Innritun allra skólaskyldra nemenda sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í Rafrænni Reykjavík http://rafraen.reykjavik.is dagana 11. til 19. febrúar næstkomandi. Opnað verður fyrir skráningu kl. 08.00 að morgni 11. febrúar.
Áríðandi er að nemendur sem skipta þurfa um skóla verði skráðir á ofangreindum tíma. Þó er ekki nauðsynlegt að skrá sérstaklega nemendur 6. og 7. bekkja sem flytjast í heild milli skóla.
Óski foreldrar/forráðamenn eftir að barn þeirra innritist í annan skóla en viðkomandi hverfisskóla, geta þeir sótt um það en þar sem börn hafa forgang í sinn hverfisskóla gæti orðið einhver bið eftir svari.
Ef foreldrar/forráðamenn geta ekki nýtt sér rafræna innritun þá er hægt að hafa samband við viðkomandi skóla og innrita nemandann. Vinsamlegast hafið eftirfarandi upplýsingar tiltækar:
o Nafn og kennitölu nemanda
o Lögheimili og aðsetur (ef annað en lögheimili)
o Síðasti skóli sem nemandi var í
o Nöfn og kennitölur foreldra/forráðamanna
o Símanúmer: Heimasími, vinnusími og GSM-sími
o Netföng foreldra/forráðamanna
Upplýsingar um skóla og skólahverfi eru á vef skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar www.skolarogfristund.is eða í síma 411 1111.