Til foreldra nemenda í Rimaskóla
0 Comment
Á skólakynningarfundum í haust lögðum við skólastjórnendur áherslu á að foreldrar tilkynntu leyfi eða veikindi vegna barna sinna eins fljótt og hægt væri í byrjun hvers skóladags og ekki síðar en kl. 10.00.
Af gefnu tilefni þykir okkur rétt að brýna fyrir foreldrum að virða þessi tilmæli.
Leyfisbeiðnir eftir á og óstundvísi er vaxandi vandamál sem þó ætti að okkar mati að vera auðvelt að laga.
Helgi Árnason Rimaskóli