Til foreldra nemenda í 1. – 10. bekk Rimaskóla

Glaðir krakkar

Glaðir krakkar

Eins og fram kemur á skóladagatali Rimaskóla 2016 – 2017 er föstudagurinn 25. nóvember einn af 5 starfsdögum skólaársins.

Um er að ræða sameiginlegan starfsdag Rimaskóla og leikskólanna í hverfinu.

Boðið verður upp á sameiginlega dagskrá starfsmanna leikskólanna þriggja og Rimaskóla fyrir hádegi en annars nýta kennarar og starfsmenn Rimaskóla starfsdaginn til skipulagningar, undirbúnings, tiltektar, sækja námskeið ofl.

Öll kennsla fellur niður í Rimaskóla þennan dag , n.k. föstudag.

Helgi Árnason Rimaskóli

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.