Til foreldra barna og unglinga í Reykjavík – also in Engilsh and Polish below

Flex slider XÍ sumar verður fjölbreytt framboð af afþreyingu og fræðslu fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Finna má upplýsingar um sumarstarfið á frístundavefnum www.fristund.is, s.s. um starf frístundamiðstöðva, siglinganámskeið, sumarbúðir, íþróttanámskeið, reiðnámskeið og margt fleira sem í boði er.
Skráning í sumarstarf frístundaheimila (sumarfrístund), sértækt félagsmiðstöðvastarf, siglinganámskeið í Siglunesi og á dýranámskeið í Húsdýragarðinum hefst mánudaginn 25. apríl kl. 8:20 en skráning í sumarsmiðjur fyrir börn sem eru að ljúka 5.-7. bekk hefst 18. maí n.k.
Skráning í sumarstarf á vegum Reykjavíkurborgar fer fram á vefnum http://sumar.fristund.is.

Skráning í sumarstarf frístundaheimilanna, sértækt félagsmiðstöðvastarf og siglinganámskeið þarf að fara fram fyrir kl. 12:00 á föstudögum eigi barn að byrja á mánudeginum á eftir. Skráning á dýranámskeið þarf að fara fram á miðvikudegi í vikunni áður en námskeið hefst. Foreldrum er bent á að skrá börn sín tímanlega þar sem námskeiðin geta fyllst fljótt.
Athugið að ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir farið á frístundamiðstöðvar borgarinnar (helst fyrir hádegi) og fengið aðstoð við skráningu. Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf Reykjavíkurborgar í gegnum síma en hægt er að fá leiðbeiningar símleiðis hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar í síma 411-1111 ef foreldrar eru við nettengda tölvu.
Skráning í sumarstarf annarra fer fram hjá viðkomandi félagi/aðila.

Með von um ánægjulegt samstarf, Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála á skóla- og frístundasviði og Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála á íþrótta- og tómstundasviði

Information on summar activities for children and your/Information in English – http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_frettir/bref_um_sumarstarf_2016_enska.pdf

Informacje o zajeciach letnich dla dzieci i mlodziezy/ Information in Polish –
http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_frettir/bref_um_sumarstarf_2016_polska.pdf

 

UM HÖFUNDINN

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.