„Þetta er nýtt form af ör­orku“

Þau börn sem eru með flók­in tauga­frávik í þroska virðast vera viðkvæm­ari en önn­ur fyr­ir snjall­tækn­inni. Þetta eru börn með of­virkni, at­hygl­is­brest, ein­hverfu, tourette-ein­kenni eða asp­er­ger svo dæmi séu tek­in. Dæmi eru um að mik­il skjánotk­un geti leitt til ör­orku. For­eldr­ar og for­ráðamenn þurfa að vera vak­andi fyr­ir áhrif­um þess­ar­ar nýju tækni­bylt­ing­ar á börn sín. Hún hafi ótal kosti en líka galla sem ekki má líta fram hjá.

Þetta kom fram í er­indi Björns Hjálm­ars­son­ar, barna­lækn­is á barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans, á ráðstefnu BUGL sem nefn­ist Börn, ung­ling­ar og sam­fé­lags­miðlar.

Er­indi Björns nefn­ist „Ra­f­rænt skjá­heil­kenni (Electronic screen syndrome) – staðreynd eða mýta?“. Hann seg­ir tals­verða umræðu meðal fræðimanna um ra­f­rænt skjá­heil­kenni og sjálf­ur telji hann hald­bær rök fyr­ir til­vist heil­kenn­is­ins. Hann seg­ir að vissu­lega þurfi fleiri klín­ísk­ar rann­sókn­ir til að rann­saka áhrif snjall­tækja og skjánotk­un­ar á börn og þroska þeirra. Einn af þeim fræðimönn­um sem hafa verið leiðandi í rann­sókn­um á þessu sviði er sál­fræðing­ur­inn Victoria Dunckley en hún skrifaði meðal ann­ars bók­ina, Re­set your Child’s Brain. Björn vísaði í rann­sókn­ir henn­ar í er­indi sínu.

Gætu stundað vinnu og skóla

Björn seg­ir mikla tölvu­notk­un geta leitt til ör­orku. Hann nefn­ir dæmi um að geðlækn­ar á BUGL standi frammi fyr­ir þeim kosti að þurfa að setja unga drengi á aldr­in­um 16 til 18 ára á ör­orku vegna tölvu­notk­un­ar. Ástæðan er sú að annaðhvort eru þeir í tölv­unni eða rúm­inu, hafa ein­angrað sig frá sam­fé­lag­inu og stunda hvorki skóla né vinnu. Eng­in önn­ur úrræði virka. „Þetta er nýtt form af ör­orku. Ef það væri ekki fyr­ir net­miðlana og tölvu­notk­un þá ættu þess­ir ein­stak­ling­ar að geta stundað vinnu og skóla,“ seg­ir Björn.

Dæmi eru um að börn frá 6 ára aldri og upp til 18 ára ald­urs glími við vanda vegna tölvu­notk­un­ar. Vand­inn lýs­ir sér meðal ann­ars í því að það er erfitt að fá þau til að hætta í tæk­inu. Þau lenda í hegðun­ar­vanda í skóla, á heim­il­inu eða með vin­um. Geðræn ein­kenni lýsa sér í kvíða og/​eða dep­urð og þau virðast vera hengd upp á þráð þegar þau eru ekki í snjall­tæki eða tölvu. Þetta trufl­ar líka svefn­inn þeirra, að sögn Björns.

Þurf­um að „finna meðal­hófið“

„Það þarf að verða vit­und­ar­vakn­ing. Þetta er gagn­leg tækni sem hef­ur gjör­breytt mörgu. Við þurf­um að setja regl­ur um notk­un og finna meðal­hófið,“ seg­ir Björn og bend­ir á að Ísland er eitt af þeim lönd­um þar sem flest­ir eru með netteng­ingu eða um 98%.

„Það er hægt að vera bjart­sýnn og svart­sýnn á þessa nýju tækni en það er gott að vera raun­sær,“ seg­ir Björn.

Þessi grein birtist á MBL.is.

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.