Málið er brýnt– fræðslufundur um áhrif kláms – miðvikud 20. mars kl. 19.30 í Réttó

Hér er auglýsing um fræðslufund Foreldraþorpsins sem haldinn verður á miðvikudaginn kl. 19:30 í Réttó. Málið er mikilvægt og eitthvað sem allir foreldrar þurfa að fræðast um. Nauðsynlegt er að efla forvarnir svo krakkar horfi ekki á klámefni sem gefi þeim ranghugmyndir um kynlíf,...

Boð í Afmæli og lokahóf 9.maí kl 16.30-18.00

Kæru foreldarar Í apríl voru 35 ár frá stofnun SAMFOK. Jafnframt fögnum við því að málþingaröðinni „Allir með – tölum saman um skólamenningu á Íslandi“ er lokið. Af því tilefni bjóðum við þér, samstarfsaðilum okkar og velunnurum að fagna með okkur í Tjarnarsal Ráðhússin...

Fréttabréf SAMFOK 2017; Todos juntos – Wszyscy razem, Hablemos del sistema escolar islandés – Porozmawiajmy o kulturze szkolnictwa w Islandii

Kæru foreldrar Árlegt fréttabréf SAMFOK er komið á netið: http://samfok.is/wp-content/uploads/2016/11/Fr%C3%A9ttabr%C3%A9f-SAMFOK-2017-haust.pdf Stóra verkefni SAMFOK á þessi skólaári er Allir með – tölum saman um skólamenningu á Íslandi, á spænsku, pólsku og íslensku. Sjá...

Mat á skóla- og frístundastarfi

Mikilvægur þáttur í að tryggja gæðastarf í skóla- og frístundastarfi er reglulegt mat á fagstarfinu. Í mati felst að upplýsinga er aflað með margvíslegum hætti og út frá þeim er dregin ályktun um gæði starfseminnar. Þessar upplýsingarnar eru notaðar til umbóta og til að stuðla að...

Fulltrúaráðsfundur og aðalfundur SAMFOK

Ágæti fulltrúi í fulltrúaráði SAMFOK   Síðari fulltrúaráðsfundur SAMFOK verður haldinn mánudaginn 9. maí kl. 18 í Norðlingaskóla. Á fyrri fulltrúaráðsfundinn okkar í haust mætti m.a. Helgi Grímsson, nýr sviðstjóri Skóla- og frístundasviðs ásamt læsisráðgjafa og kynnti...

Brenna spurningar á þér varðandi nýja námsmatið?

Í vor verða lokaeinkunnir nemenda í 10. bekk í fyrsta skipti gefnar í bókstöfum.  Það er ekki eina breytingin því frá útgáfu aðalnámskrár árið 2011 hafa skólar einnig verið að breyta námsmati sínu í samræmi við hana og er um að ræða  mikið breytta hugsun í námsmati. Við vitum að...

EINELTI – ÁBENDINGAR TIL FORELDRA GRUNNSKÓLABARNA Í REYKJAVÍK

Einelti er þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu og óþægilegu áreiti eins eða fleiri og viðkomandi á erfitt með að verja sig. Um getur verið að ræða beint einelti með höggum, spörkum, blótsyrðum, niðurlægðandi og háðslegum athugasemdum eða hótunum. Það er líka...