Starfsdagur í Rimaskóla n.k. föstudag

Til foreldra í 1. – 10. bekk Rimaskóla

Starfsdagur verður í Rimaskóla föstudaginn 18. maí. Þá vinna kennarar að skipulagi og undirbúningi skólastarfsins nú á lokametrunum. Engin kennsla fer fram í skólanum þennan dag.
Einnig er verið að undirbúa dagskrá og verkefni 25 ára afmælis-og vorhátíðar skólans sem verður haldin mánudaginn 4. júní síðdegis, frá kl. 16:00 – 18:00.
Takið þennan tíma frá mánudaginn 4. júní. Nánari dagskrá og viðburðir afmælishátíðar verður send út síðar.

Með bestu kveðju

Skólastjóri

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.