Starfsdagur á föstudag

Glaðir krakkar

Til foreldra í 1. – 10. bekk Rimaskóla Föstudagurinn 17. mars er starfsdagur í Rimaskóla eins og greint er frá á skóladagatali 2016 – 2017.

Á tímabilinu frá 20. ágúst til 10. júní eru sérstakir starfsdagar fimm að tölu skv. kjarasamningi sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Starfsdagurinn 17. mars er sameiginlegur starfsdagur allra grunnskólanna í Grafarvogi.

Öll kennsla fellur niður á starfsdegi sem nýttur er til funda, undirbúnings og tiltektar hér í Rimaskóla.

Helgi Árnason Rimaskóli

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.