Starfsdagur 18. október – Vetrarleyfi 19. – 23. okt.
0 Comment
Eins og fram kemur á skóladagatali Rimaskóla skólaárið 2017-2018 verður sameiginlegur starfsdagur í grunnskólum og leikskólum í Grafarvogi miðvikudaginn 18. október. Dagurinn nýtist til undirbúnings, yfirferðar og sameiginlegrar dagskrár starfsfólks þessara stofnana.
Vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur tekur í framhaldinu við dagana 19., 20. og 23. október.
Öll kennsla fellur niður þessa fjóra daga. Þess er vænst að foreldrar og nemendur kunni vel að meta þessa hvíld frá skólastarfi og njóti vetrarleyfisins.
Kennsla hefst að nýju eftir vetrarleyfi
þriðjudaginn 24. október skv. stundaskrá.