Skrekkur
Í gær náðu unglingar Rimaskóla árangri sem ekki hefur náðst í 17 ár en þá unnu þau sér inn keppnisrétt á úrslitakvöldi Skrekks mánudaginn 13.nóvember nk. Við í Sigyn erum gífurlega stolt af þessum hóp sem lagði gífurlega vinnu og miklar fórnir í að gera atriði sem hreyfir við öðrum og lætur engan ósnortinn. Atriðið kallast ,,Á ég að þóknast þeim?” og fjallar um sögu eins nemanda í Rimaskóla og það sem hann hefur gengið í gegnum sem samkynhneigður strákur.
Miðasala fer fram á skrifstofu Rimaskóla frá og með morgundeginum, 9.nóvember klukkan 12:00. En fyrir hádegi á morgun geta þeir sem keyptu miða á undankvöldið keypt sér miða í forgangi. Við gerum það til að sýna þakklæti til þeirra sem mættu á undankvöldið og sýndu stuðning sinn í verki. Hægt verður að kaupa miða fram á mánudag eða þar til miðarnir verða uppseldir. Miðinn ásamt rútuferð fram og til baka kostar 1700 krónur.
Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Rúv klukkan 20:10 og hefur því enginn afsökun fyrir því að sjá ekki atriðið.
ÁFRAM RIMASKÓLI!
Kær kveðja, starfsfólk Sigynjar
Njörður, Tinna, Hera & Úlfar
Njörður Njarðarson
Rimaskóli