SKRÁNING HAFIN Á LEIKLISTARNÁMSKEIÐ LEYNILEIKHÚSSINS Í RIMASKÓLA!!

LeynileikhúsiðLeynileikhúsið endurtekur nú leikinn enn eina önnina og býður upp á frábær leiklistarnámskeið fyrir skapandi krakka í Rimaskóla. Síðasta önn gekk vonum framar og ætlaði þakið að rifna af húsinu þegar lokasýningar fóru fram í Gaflaraleikhúsinu.

Í Leynileikhúsinu er unnið sérstaklega með sköpunarkraft, spuna og leikgleði. Farið er í grunnatriði leiklistar með hjálp leikja og æfinga og lögð áhersla á mikilvæg atriði eins og einbeitingu, að gefa skýr skilaboð, hlustun, samvinnu og leiklistarsköpun. Nemendur búa sjálfir til leikrit sem sett er upp í leikhúsi í lok annar.

Eftir hverja önn hafa aðstandendur ótal barna haft samband við okkur og sagt frá auknu sjálfstrausti barna sinna eftir leiklistarnámskeið Leynileikhússins. Leiklist eykur samskiptahæfni og sköpunarkraft barna og í Leynileikhúsinu er leikgleðin ávallt höfð að leiðarljósi.

Skráning fyrir vorönn 2015 er hafin og fer fram í gegnum skráningarkerfi á heimasíðu okkar www.leynileikhusid.is. Námskeiðin í Rimaskóla eru fyrir 2.-8.bekk. Leynileikhúsið tekur á móti frístundakortinu í Reykjavík.

Athugið að takmarkað pláss er á hvert námskeið og gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá!!

Námskeiðstímar í Rimaskólaskóla eru sem hér segir:

Mánudagar, hefst 2.febrúar

Kl. 16.00-17.00/ 2.-3.bekkur Kl. 17.00-18.00/ 4-5.bekkur

Kl. 18:00-19:00/ 6.-8.bekkur

Kennt í tómstundarýminu

Námskeiðsgjald fyrir önn er 29.000 kr. fyrir almenn námskeið og er allur kostnaður innifalinn í því verði.

Á heimasíðunni er hægt að nálgast nánari upplýsingar um námskeiðin, verð og fleira. Við tökum við fyrirspurnum í gegnum netfangið info@leynileikhusid.is og í síma 864-9373.
Hlökkum til að sjá ykkur í vetur!!

 

Nánari upplýsingar um námskeiðin:

Kennt er einu sinni í viku í 1 klst í senn. Fyrstu 10 tímarnir eru kenndir  í húsnæði skólans, en 11. og 12.tími fara fram í leikhúsi þar sem önnin endar með frumsaminni leiksýningu. Ungu leikararnir fá búning og leikhúsmálningu og aðstandendur geta komið og séð krakkana blómstra á alvöru leiksviði. Öll leiklistarnámskeið Leynileikhússins byggjast fyrst og fremst upp á mottóinu “LEIKGLEÐI”. Þegar líða tekur á námskeiðið eru grunnatriðin sem lögð hafa verið inn í fyrri hluta námskeiðs,  færð yfir í spunavinnu sem á endanum skilar sér í lokasýningu sem nemendur sýna fyrir aðstandendur. Lokasýningin er því byggð alfarið upp á spuna og sköpunarkrafti nemenda sem kennari aðstoðar við að púsla saman í leikverk þar sem allir fá að njóta sín á sinn hátt. Allir kennarar Leynileikhússins eru með háskólamenntun í leiklist og hafa góða reynslu af leiklistarkennslu og vinnu með börnum.

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.