Skóli fyrir alla – eða hvað? Morgunverðarfundur N8 á Grand hotel 25. nóv
0 Comment
Kæru foreldrar og skólafólk.
Við vekjum athygli á morgunverðarfundi Náum áttum sem haldinn verður 25. Nóvember nk. kl. 8.15 – 10 á Grand hotel undir yfirskriftinni Skóli fyrir alla – eða hvað? Hvað þarf til að skólinn sé fyrir alla?
Á mælendaskrá eru dr. Sigrún Harðardóttur, lektor við félagsráðgjafadeild HÍ; Helgi Gíslason, sérkennslufulltrúi grunnskóla á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar; Ragna Þóra Karlsdóttir, kennsluráðgjafi, þroskaþjálfi og sérkennari og Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur. Nánari upplýsingar eru í viðhengi.
Kv.
Björn Rúnar Egilsson
Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT