Skólasetning Rimaskóla 23. ágúst 2021

Skólasetning Rimaskóla verður með sama sniði eins og við gerðum fyrir ári síðan vegna COVID-19
ástands. Nemendur og foreldrar í 1.bekk eru boðaðir í viðtöl með kennurum dagana 23. og 24. ágúst.

Nemendur í 2. – 10.bekk mæta á skólasetningu mánudaginn 23. ágúst.
Skólasetning hjá 2. – 7. bekk verður haldin úti í portinu (skólalóðinni – inn í U-inu) þar sem mötuneytið
er og inngangur út á skólalóð á neðri hæð. Foreldrar eru velkomnir að vera með okkur úti en þurfa að
gæta að einum metra og hafa sóttvarnarreglur í huga. Förum sérstaklega varlega þessa fyrstu vikur á
meðan við erum að stilla okkur saman. Við munum biðja starfsfólk að bera grímur fyrstu vikuna að
minnsta kosti og hvetjum þá nemendur sem treysta sér til að nota einnig grímur og þá sérstaklega í
sameiginlegum rýmum (göngum, matsal, bókasafni).

Skólasetning verður hjá eftirfarandi árgöngum klukkan:
9:00 – nemendur í 2.b og 3.b
9:30 – nemendur í 4.b og 5.b
10:30 – nemendur í 6.b og 7.b

Þegar Þóranna skólastjóri hefur lokið að setja skólann þá taka umsjónarkennarar við nemendum og fara með þá inn í skóla og spjalla aðeins við þá. Það tekur um 15 – 20 mínútur að meðaltali. Að því loknu fara
nemendur út og kennarar koma og bjóða nýjum nemendum og foreldrum að hitta sig og skoða
skólann. Athugið að vera með grímur inn í skólahúsnæðinu.

Hjá 8. – 10.bekk verður skólasetning inni í salnum og án foreldra: Marta Karlsdóttir
aðstoðarskólastjóri mun setja skólann hjá unglingadeild og sjá um athöfnina.
kl. 8:45 – Skólasetning hjá 10.bekk
kl. 9:30 – Skólasetning hjá 9. bekk
kl. 10:00 – Skólasetning hjá 8.bekk

Eftir skólasetningu hjá aðstoðarskólastjóra í sal fara nemendur inn í stofur með umsjónarkennurum.
Að því loknu fara nemendur heim en kennarar koma í anddyri með nýjum nemendum og bjóða
foreldrum þeirra að skoða skólann og fara yfir fyrirkomulag. Athugið 1 metra og að vera með grímur
ef það er ekki hægt að tryggja þessa fjarlægð.

English version:

The opening ceremony of the school year will be different like last year. First grade will get an invitation
to meet teachers at school with their parents on the 23rd or 24th of August.

Students in 2nd thru 7th grade will attend the school ceremony on the 23rd of August. The ceremony
will be held outside in the school port and those are the timings:

9:00 – students in second grade (year 2014) and third grade (year 2013)
9:30 – students in fourth grade (year 2012) and students in fifth grade (year 2011)
10:30 – students in sixth grade (year 2010) and students in seventh grade (year 2009)

After the ceremony the teacher will meet their students and go into the classroom with them. That
will take about 15-20 minutes. Parents are not allowed to come into the school. The teachers will
then go outside with students and offer new parents (who are new to Rimaskóli) to meet them and
new students and show them the inside of the school. Please wear a mask inside the school.

Students in 8th thru 10th grade will be called inside the building and parents are not allowed inside.
After the ceremony the teachers will go outside with new students (new parents and students to
Rimaskóli) and invite parents that are new to the school to show them inside if they have not already
been invited to sightseen the school.

08:45 – students in 10th grade
09:30 – students in 9th grade
10:00 – students in 8th grade

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.