Skólapúlsinn – könnun á innra mati skólans. Takið þátt núna!

Skólapúlsinn er stór þáttur í innra mati skóla. Nemendur, starfsmenn og foreldrar taka þátt.  Rimaskóli hefur verið með 90% svarhlutfall í starfsmanna – og nemendakönnunum. Í febrúarbyrjun var send út foreldrakönnun og viljum við biðla til foreldra sem enn eiga eftir að taka þátt að gera það fyrir 28.febrúar en þá rennur fresturinn út.  

Svarhlutfall skólans er nú 44.0% en þarf að vera 80% til að niðurstöðurnar verði samanburðarhæfar við niðurstöður annarra skóla. Verði endanlegt svarhlutfall á bilinu 60-80% verða niðurstöður birtar með fyrirvara um að þær beri að túlka af varfærni.  

Verði endanlegt svarhlutfall lægra en 60% verða niðurstöður skólans ekki birtar í samanburði við niðurstöður annarra skóla. Könnunin verður opin til loka þriðjudagsins 28. febrúar.  

 

Hrafnhildur Inga Halldórsdóttir

Deildarstjóri Rimaskóla

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.