Skilaboð til foreldra frá Miðgarði

Komið þið sæl,

Við í Miðgarði og Gufunesbæ höfum verið að skanna hverfið síðast liðnar tvær vikur.  Kortlagning þessa tveggja vikna hefur leitt í ljós að óæskileg hópasöfun er óveruleg í hverfinu. Þeir unglingar sem eru útivið eru gjarnan í boltaíþróttum á skólalóðum eða í annarri hreyfingu í hverfinu. Mikið er af fólki úti við s.s. fjölskyldur á leikvöllum, fólk á göngu eða úti að hlaupa og hjóla. Aðeins ber á hópasöfnun lítilla hópa eftir að útivistatíma er lokið í Spönginni. Við munum halda áfram að vakta hverfið á meðan samgöngubann stendur.

Meðfylgjandi er mynd með hvatningu til foreldra um aðhald og ábyrgð.

Þið megið gjarnan deila henni á ykkar samfélagsmiðlum.

Hér er hugmynd að texta til að hafa með á samfélagsmiðla:

Þar sem aðstæður í samfélaginu eru með öðrum hætti en við þekkjum er gott að minna á að aðhald og eftirlit er eftir sem áður mikilvægt fyrir börn og unglinga

Kveðja,
Guðrún Halla og Ragnar

Miðgarður, Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness
Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík.

UM HÖFUNDINN

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.