Skákæfingar Fjölnis í Rimaskóla
Sælir foreldrar og skákkrakkar
Skákæfingar Fjölnis hafa farið einstaklega vel af stað á breyttum æfingatíma.
Um 30 krakkar á aldrinum 7 – 14 ára hafa mætt á hverja æfingu.
Mjög áhugasamir nemendur og framfarirnar sjáanlegar. Virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu starfi.
Hef verið svo heppinn að fá foreldra mér til aðstoðar í hvert skipti og hafa þeir aðstoðað við uppröðun og frágang og ekki síst að bera veitingar borð.
Foreldrum er því velkomið að vera með okkur. Auk þess að aðstoða geta þeir haft það huggulegt á bókasafninu og fengið sér kaffisopa á kaffistofunni.
Næsta æfing er á miðvikudaginn 15. okt. í Rimaskóla frá kl. 17:00 – 18.30.
Keppni og kennsla, veitingar og verðlaun í lokin.
Skák er skemmtileg …….á Fjölnisæfingum
Með kveðju
Helgi Árnason
Skólastjóri Rimaskóla
GSM 6648320