Sigyn got talent í 10-12
Á morgun, þriðjudaginn 25.nóvember, verður keppnin Sigyn got talent fyrir 10-12 ára haldin í Hlöðunni í Gufunesbæ frá klukkan 15:30-17:00 (keppendur eiga að mæta klukkan 15:00). Við bjóðum að sjálfsögðu öllum foreldrum, ömmum, öfum, systkinum, ættingjum og vandamönnum, að ógleymdum kennurum, að koma og horfa á keppnina. Einnig vil ég benda á að þó svo að skráningu hafi lokið fyrir helgi að þá er möguleiki á að skrá atriði á staðnum, en það kæmust nokkur atriði að. Þeir krakkar sem vilja gera það eru beðnir um að mæta klukkan 15:00 í Hlöðuna. Þrír óháðir aðilar úr skemmtanabransanum munu taka að sér hlutverk dómara og fulltrúar úr nemendaráði munu sjá um að vera kynnar.
Hvetjum alla til þess að mæta og sjá okkar hæfileikaríka unga fólk sýna hvað þau geta!
Kær kveðja
Tinna
Aðstoðar forstöðukona í Sigyn
s.695-5183