Sigyn 10-12 ára í janúar – breytingar á dagskrá
Ég vil vekja athygli ykkar á því að breyting verður á dagskrá 10-12 ára starfsns í Sigyn í janúar. Þriðjudaginn 13.janúar verður klifur í Gufunesbæ og þriðjudaginn 27.janúar verður ferð í miðbæinn, þessir viðburðir munu því í rauninni skipta um daga. Við vonum að þetta komi ykkur ekki illa og biðjum ykkur um að tilkynna börnum ykkar frá þessu.
Einnig viljum við hér með hefja skráningu í Laser tag sem verður þriðjudaginn 20.janúar. Verð á mann er 1.600 krónur, auk þess þurfa þau sjálf að koma með strætómiða eða pening fyrir strætó. Innifalið í verðinu er eftirfarandi:
Ef 8-15 börn skrá sig: Tveir leikir
Ef 16+ börn skrá sig: Einn leikur + pizza og gos Ef færri en 8 börn skrá sig mun viðburðurinn falla niður. Ef fleiri en 16 börn skrá sig mun Sigyn panta og greiða fyrir rútu í stað strætó.
Skráning fer fram með því að foreldri sendir nafn og bekk barns á netfangið tinnah@reykjavik.is. Þann 20.janúar mætir barnið svo um klukkan 15:00 í Sigyn með pening og strætómiða/fargjald.
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir ekki hika við að hafa samband við Njörð (695-5186) eða Tinnu (695-5183).
Með bestu kveðju
Tinna Heimisdóttir
Aðstoðar forstöðukona
Félagsmiðstöðin Sigyn
s.695-5183