Öskudagsgleði – takk fyrir hjálpina :)

Heil og sæl frábæru foreldrar og forráðamenn,

Okkur langar að þakka ykkur fyrir að taka vel í að baka skúffukökur fyrir nemendur skólans og streymdi gúmmulaðið inn í mötuneytið nú í morgunsárið.

Sjálfboðaliðar úthlutuðu kökunum inn í bekkina og fengu allir gómsæta sneið af skúffuköku 🙂

Einnig langar okkur að þakka sjálfboðaliðunum fyrir að svara kallinu og hjálpa til að gleðja krakkana.

Þetta er allt svo einfalt og þægilegt þegar við tökum höndum saman og hjálpumst að gera skólabraginn í Rimaskóla skemmtilegan.

Skemmti dagskrá var fyrir krakkana i hátíðarsalnum og þegar undirrituð leit þar inn þá voru flottar stelpur í unglingadeild að stjórna hópdansi við taktvísa tónlist.

Læt mynd af flottu sjálfboðaliðunum fylgja með í viðhengi.

Takk allir bakarameistarar og sjálfboðaliðar 🙂

kv.
f.h. stjórnar foreldrafélags Rimaskóla
Salvör Davíðs

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.