ORÐSENDING til forráðamanna þeirra barna og unglinga er þurfa að flytjast milli skóla skólaárið 2015-2016
Innritun allra skólaskyldra nemenda sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í Rafrænni Reykjavík http://rafraen.reykjavik.is dagana 2. til 9. mars næstkomandi. Opnað verður fyrir skráningu kl. 08.00 að morgni 2. mars.
Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipulagningar og undirbúningsvinnu að þeir nemendur sem skipta þurfa um skóla verði skráðir á ofangreindum tíma. Þó er ekki nauðsynlegt að skrá sérstaklega nemendur þeirra 6. og 7. bekkja sem flytjast í heild milli skóla.
Óski foreldrar eftir að barn þeirra innritist í annan skóla en viðkomandi hverfisskóla, geta þeir sótt um það en einhver bið getur orðið á svari frá þeim skóla þar sem hverfisbörn þess skóla hafa forgang.
Athugið að ef forráðamenn geta ekki nýtt sér rafræna innritun þá er hægt að hafa samband við viðkomandi skóla og innrita nemandann. Sjá lista yfir símanúmer skólanna í öðru viðhengi. Áríðandi er að eftirfarandi upplýsingar séu tiltækar:
Nafn og kennitala nemanda
Lögheimili og aðsetur (ef annað en lögheimili)
Síðasti skóli sem nemandi var í
Nöfn og kennitölur foreldra/forráðamanna
Símanúmer: Heimasími, vinnusími og GSM-sími
Netföng foreldra/forráðamanna
Upplýsingar um skólahverfi eru á vef skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
www.skolarogfristund.is. Þær eru einnig veittar í síma 411 1111. Þá er hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið hafdis.gisladottir@reykjavik.is.