Nýtt fyrirkomulag á opnunum í Sigyn

Kæra foreldri

Vegna útbreiðslu Covid-19 og tilmæla stjórnvalda mun þjónusta félagsmiðstöðva skerðast næstu vikur. Lagt er upp með að ekki megi skörun eiga sér stað milli hópa (farið verður eftir skiptingu skólanna) og því þurfum við að taka upp breytt skipulag. Frá morgundeginum 18.3.2020 munum við aðlaga starfið að nýjum tímabundnum reglum þar sem hópum verður úthlutað ákveðnum dögum/kvöldum í Sigyn.

Þá mun starfsemin taka mið af aðstæðum en gerðar verða tilraunir með notkun internetsins í starfinu og boðið verður upp á viðburði tengda útivist. Skipulag félagsmiðstöðvarinnar er hægt að nálgast á heimasíðu hennar og hér í viðhengi. Unglingar verða upplýstir á samfélagsmiðlum.

Starfsfólkið í Sigyn hefur fengið góðar upplýsingar um hvernig minnka megi líkur á smiti og munu fylgja hreinlætis- og sóttvarnarreglum í hvívetna. Sigyn mun meta stöðuna dag frá degi, enda geta hlutirnir breyst fljótt eins og staðan er í dag.

Við erum öll að gera okkar besta á þessum erfiðu tímum og sendum ykkur öllum jákvæða strauma.

Kv. Starfsfólkið í Sigyn
Njörður Njarðarson

UM HÖFUNDINN

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.