Ný lestrarviðmið
Sælir kæru foreldrar og forráðamenn 🙂
Ný lestrarviðmið Menntamálastofnunar (MMS)hafa verið tekin í gagnið hér í Rimaskóla.
Þau viðmið eru talsvert frábrugðin þeim viðmiðum sem við höfum unnið eftir hingað til en þau eru sett fram með nýjum lestrarprófum MMS sem heita Lesferill. Taka skal fram að þessi nýju viðmið eiga einungis við Lesferilsprófin en þau eru fundin út við stöðlun prófanna.
Einnig hefur okkur hér fundist þessi próf þyngri heldur en þau sem við höfum verið að nota og því ekki sambærilegt að bera saman atkvæði nemandans núna við atkvæðafjöldann sem hann hafði áður. Betra er að bera atkvæði nemandans við viðmið árgangsins.
Ef einhverjar spurningar vakna, þá endilega hafa samband við okkur í lestrarteymi Rimaskóla.
Kærar kveðjur, Lestrarteymið 🙂
Jóhanna Kristín Snævarsdóttir
Rimaskóli