Netið mitt… skráning opin

Netið mitt – ókeypis netnámskeið um stafræna borgaravitund og ábyrga netnotkun hófst 13.mars og stendur til 15. maí. 

Skráning er opin á http://menntamidja.is/blog/2017/03/08/skraning-okeypis-netnamskeid-um-stafraena-borgaravitund/ 

Námskeiðið er opið öllum en einkum ætlað skólafólki, foreldrum og öðrum sem koma að uppeldi og menntun ungmenna og meginmarkmið þess er að stuðla að aukinni stafrænni borgaravitund þeirra. 

Námskeiðið er eingöngu á netinu og engin mæting í staðlotur/staðbundna tíma.

Boðið verður upp á fjórar vefmálstofur í rauntíma sem verða á fimmtudögum kl. 16:15-17:15 og teknar upp.

Tækifæri verða gefin til umræðu og skoðuð verða verkefni sem tengjast daglegu lífi, uppeldi og kennslu. 

Skipulag og efnistök

13. – 19. mars: Stafræn borgaravitund og lýðræði í skólastarfi

20. mars – 2. apríl: Sjálfsmynd og netorðstír (vefmálstofa 23. mars)

3. – 23. apríl: Réttindi og ábyrgð (vefmálstofa 6. apríl)

24. apríl – 15. maí: Heilsa og vellíðan (vefmálstofur 27. apríl og 4. maí)

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.