Nemendur í 6.,7.,8. og 9. bekk unnu Frjálsíþróttamót grunnskóla örugglega

Hróður Rimaskóla á Frjálsíþróttamóti grunnskóla hélt áfram með öruggum sigri nemenda í 8. og 9. bekk á mótinu. Nemendum 6. og 7. bekkjar hafði tekist það sama dagana á undan. Þriðja árið í röð sigra nemendur skólans í öllum fjórum aldursflokkum mótsins með því að fjölmenna í fylgd skólastjóra og umsjónarkennara. Það var troðfull rúta sem ók nemendum unglingadeildar í Laugardalshöllina.

Flestir skráðu sig í allar fjórar keppnisgreinarnar og lögðu sig fram sem heild að ná 1. sætinu og vinna til glæsilegra verðlauna sem skólinn hét hverjum árgangi, peningaupphæð til að gera eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt saman. Úrslit í einstaka greinum má sjá á Facebook síðu grunnskólamótsins.

Þar vekur mesta athygli frábær árangur drengja í 8. og 9. bekk, bæði hvað varðar frammistöðu og líka fjölda þátttakenda. Í tilefni af árangri skólans á grunnskólamótinu verður bráðlega efnt til verðlaunahátíðar í skólunum. Þá mæta fulltúar Frjálsíþróttasambandsins með bikarana fjóra í skólann þar sem þeir verða til varðveislu þriðja árið í röð.

Sjá úrslit hérna…

Verðlaunatafla…

Til hamingju krakkar með þennan glæsilega árangur. (HÁ)

UM HÖFUNDINN

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.