Málþing: Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2017

Við vekjum athygli á málþingi um stafræna borgaravitund 7. febrúar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, stofa: H207   https://www.facebook.com/events/210354746035768/

Borgaravitund er vitund fólks um hvað það merkir að vera samfélagsþegn eða borgari með þeim lýðréttindum, skyldum og ábyrgð sem því fylgir og endurspeglast í daglegu lífi þess með virkri þátttöku í samfélaginu. Til eru ýmsar skilgreiningar á hugtakinu stafræn borgaravitund en í stórum dráttum er megináhersla á að allir verndi og beri virðingu og umhyggju fyrir sjálfum sér og öðrum í stafrænum heimi, stundi örugga netnotkun og nýti miðla og nýja tækni með ábyrgum og skapandi hætti. Efling stafrænnar borgaravitundar má tengja við alla grunnþætti menntunar skv. núgildandi aðalnámskrá (læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun).

Dagskrá

16:10     Setning: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

16:20     Fyrri hluti: Netið mitt

  • Sjálfsmynd og orðstír
  • Réttindi og ábyrgð
  • Heilsa og vellíðan

17:20     Kaffi

17:30     Seinni hluti: Netið okkar

  • Samskipti
  • Siðareglur
  • Netöryggi
  • Aðgengi

18:30     Veitingar


Þátttökuskráning: Á Facebook: https://www.facebook.com/events/210354746035768/ – með tölvupósti: saft@saft.is

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.