Kvíði barna og ungmenna: Foreldradagur Heimilis og skóla 2016 á Grand hotel 9. nóv kl. 8.15-10

thKæru foreldrar og skólafólk.

Foreldradagur Heimilis og skóla verður haldinn í sjötta sinn miðvikudaginn 9. nóvember nk. í samstarfi við Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga. Í boði verður morgunverðarfundur fyrir foreldra, kennara og aðra áhugasama á Grand Hótel kl. 8:15-10. Viðfangsefnið er málefni sem brennur á mörgum þessa dagana en það er kvíði barna og ungmenna, staða og lausnir. Við höfum sett saman dagskrá sem á að bæta við þá umfjöllun sem verið hefur og ræðum bæði grunn- og framhaldsskóla. Á dagskránni eru:

1) Ingibjörg Eva Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu en hún mun fjalla um kvíða barna og unglinga, svefn og samfélagsmiðla.

2) Hjalti Jónsson, sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands. Hann var sálfræðingur í VMA sem var einn fyrsti framhaldsskólinn til að bjóða upp á sálfræðiþjónustu. Hann mun fjalla um reynslu sína sem sálfræðingur á grunn- og framhaldsskólastigi og gefa góð ráð til foreldra.

3) Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis. Hún mun fjalla um hvað má betur fara í geðheilbrigðismálum í skólum, hvernig við getum unnið á markvissari hátt með geðrækt í skólum.

Að lokum verða umræður.

Fundarstjóri er Þórlaug Steindórsdóttir, grunnskólakennari.

Aðgangseyrir er 2000 kr. og er morgunverður innifalinn.

Vinsamlega skráið ykkur á heimiliogskoli@heimiliogskoli.is fyrir mánudaginn 7. nóvember.

Vinsamlegast sendið þennan póst á foreldra í ykkar skóla.

 

Björn Rúnar Egilsson

Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT

 

UM HÖFUNDINN

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.