Kæru foreldrar barna og unglinga í Reykjavík

Kæru foreldrar barna og unglinga í Reykjavík

Það gleður mig að geta sagt ykkur frá því að stefna um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025 var samþykkt í borgarstjórn 3. október s.l. og framundan er að vinna að forgangsröðun og innleiðingaráætlun auk kostnaðarmats á tillögum stefnunnar. Sjá hér vefslóð á stefnuna: http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/fristundastefna_05.09.2017_0.pdf

Í framhaldi af samþykkt frístundastefnunnar voru reglur um félagsmiðstöðvar og frístundaheimili samþykkar í borgarráði og er það mikið fagnaðarefni. Reglur um frístundaheimilin koma í stað borgarráðssamþykktar frá 2010 og reglur um félagsmiðstöðvar eru mjög kærkomnar þar sem ekki var til neinn rammi um þá starfsemi.

Glaðir krakkar

 

Hér fyrir neðan eru vefslóð á þessar reglur:
Reglur um þjónustu frístundaheimila: http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/reglur_um_thjonustu_fristundaheimila.pdf
Reglur um þjónustu félagsmiðstöða: http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/reglur_um_thjonustu_felagsmidstodva.pdf

Okkur fannst mikilvægt að senda ykkur upplýsingar um stefnuna og reglurnar og vekja þannig athygli á starfi frístundamiðstöðvanna í borginni.

Virðingarfyllst,
Soffía Pálsdóttir
skrifstofustjóri frístundamála
Fagskrifstofa SFS
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS)

 

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.