Hvernig líður börnum í íþróttum? – síðasti fundur vetrarins á Grand Hótel

Yfirskrift morgunverðarfundar Náum áttum er að þessu sinni Hvernig líður börnum í íþróttum?

Flutt verða nokkur erindi: Líðan barna í íþróttum sem Margrét Guðmundsdóttir, aðjúnkt íþróttafræðasviðs Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu flytur, Samfélagslegt hlutverk íþrótta sem Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt íþróttafræðasviðs Háskólans í Reykjavík og yfirmaður afrekssviðs Borgarholtsskóla flytur.

Sýnum karakter – markmið og áherslur  sem þær Sabína Steinunn Halldórsdóttir, starfsmaður UMFÍ og Ragnhildur Skúladóttir, starfsmaður ÍSÍ flytja.

SJÁ AUGLÝSING
„Sýnum karakter“ er átaksverkefni íþróttahreyfingarinnar um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum.
Fundarstjóri verður Karitas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri íþrótta- æskulýðs- og menningarmála mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

 

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.