Hvatning til að taka þátt í netkönnun Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar

Glaðir krakkar

Glaðir krakkar

Kæru grunnskólaforeldrar.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar í samstarfi við Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir (European Agency for Special needs and Inclusive Education). Þegar hefur verið aflað margvíslegra gagna og upplýsinga með rýniviðtölum og fundum með hagsmunaaðilum. Nú hefur verið opnuð vefkönnun á íslensku til ákveðinna aðila, þ.e. foreldra, kennara, stuðningsstarfsfólks í skólum og stjórnenda. Könnuninni er ætlað að auka gildi úttektarinnar með ítarlegum spurningum um viðhorf til innleiðingar stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Við hvetjum ykkur til að taka þátt svo að niðurstöðurnar verði sem marktækastar, en hún er opin til 24. júní.

 

Könnunin er á eftirfarandi slóð: https://www.european-agency.org/audit-schools-survey

 

Vinsamlegast vekið athygli á þessu skeyti á meðal foreldra í ykkar skóla. Ef þið hafið þegar tekið þátt þökkum við ykkur kærlega fyrir.

Bestu kveðjur,

Björn Rúnar Egilsson

Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.