Hjálmadagurinn 6. maí – Hátíðin er haldinn á svæði Olís við Gullinbrú:

Góðan daginn ágætu foreldrar,

Við  Kiwanismenn viljum  þakka  ykkur   kærlega  fyrir aðstoðina  við undirbúning  Hjálmadagsins á laugardaginn kemur.

Vonandi hefur  gengið  vel að  dreifa  boðskortum til  1. bekkinga. 

Hátíðin er haldinn  á svæði Olís við Gullinbrú: 

–    Dagskráin  hefst  kl. 10

–    Lögreglan og slökkviliðið í Reykjavík  mun  vera með bíla og mótorhjól til sýnis fyrir börnin

–    Lalli töframaður mun  kíkja í heimsókn og  sýna ýmis  töfrabrögð

–   Afhending reiðhjólahjálma

–   Við verðum með  happdrætti , dregið verður úr hatti –  þar sem  vinningar  verða  m.a.  tvö  reiðhjól, og fleira

Muna að hafa  boðskortið meðferðis, sem jafnframt er  happdrættismiði

–   kaffiveitingar og ís fyrir börnin

–   Áætluð  lok  hátíðar er  um kl. 11 

Sjáumst  hress á laugardaginn  –  enn og aftur  bestu þakkir fyrir veittan stuðning 

Kær kveðja

Brynjólfur

f.h. Kiwanisklúbbsins Höfða

Grafarvogi

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.