Grafarvogsdagurinn-laugardaginn 28.maí

Grafarvogsdagurinn 2016Kæri viðtakandi

Grafarvogsdagurinn, hverfishátíð Grafarvogsbúa, fer nú fram í 19. sinn laugardaginn 28. maí. Sem fyrr er markmið dagsins að sameina íbúa hverfisins og skapa vettvang til að hittast og gera sér glaðan dag. Hér í viðhengi má nálgast alla dagskrána sem pdf skjal. Upplýsingarnar má einnig nálgast á www.gufunes.is og facebook síðu Gufunesbæjar. Helstu dagskrársvæðin að þessu sinni verða í og við Egilshöll, Korpúlfsstaði, Spöng og á svæðinu vestan megin við Strandveg en þar munu Frístundamiðstöðin Gufunesbær, Skemmtigarðurinn, Íslenska Gámafélagið og SORPA bjóða til viðamikillar dagskrár.

Auk þess verður skemmtidagskrá í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum og í verslun Krumma við Gylfaflöt. Ástæða er til þess að vekja athygli á skemmtilegum skottmarkaði sem fer fram á bílastæðinu við Spöngina frá 13:00- 16:00. Enn er hægt að slást í hópinn og taka þátt í að skapa líflega markaðsstemningu á svæðinu.

Á skottmarkaði er heimilisbíllinn notaður sem sölubás og getur fólk selt allt á milli himins og jarðar úr bílskottum sínum.

Það kostar ekkert að taka þátt en mikilvægt er að áhugasamir skrái sig með tölvupósti á netfangið valdi@reykjavik.is.

Kær kveðja, starfsfólk Sigynjar

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.