Fréttabréf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

Í nýju fréttabréfi skóla- og frístundasviðs er fjallað um gróskumikið fagstarf hjá stofnunum sviðsins, heilsueflingu meðal starfsfólks, mótun nýrrar menntastefnu með þátttöku allra borgarbúa og verðlaunaverkefni svo fátt eitt sé nefnt.

Fréttabréfið kemur út tvisvar á ári og er sent til starfsfólks og foreldra. Leitast er við að veita yfirsýn yfir það fjölbreytta og metnaðarfulla fagstarf sem fer fram á fjölmörgum stofnunum sviðsins. Að þessu sinni er m.a. fjallað um nýja möguleika til sköpunar fyrir börn með sérþarfir í Klettaskóla, um endurgerð leikskóla- og grunnskólalóða, myndlistarverkefnið Kærleiksverur í Vesturbæ, rafrænt samráð á Betri Reykjavík um nýja menntastefnu og nýtt spil gegn kynjuðum staðalmyndum sem dreift verður til frístundaheimila og leikskóla.

Sjá fréttabréf SFS vorið 2017; http://reykjavik.is/sites/default/files/frettabref_vor_2017_0.pdf

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.