Forvarnardagurinn 6.október

Miðvikudaginn 6. október 2021 verður Forvarnardagurinn  haldinn í  grunn- og framhaldsskólum landsins. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla.

Á Forvarnardaginn ræða nemendur um nýjustu niðurstöður rannsókna á þeirra aldurshóp og hugmyndir sínar um samveru, íþrótta- og tómstundastarf og því að leyfa heilanum að þroskast og hvaða áhrif þessir verndandi þættir hafa á líf þeirra.

Þau vinna í hópavinnu og skrá hugmyndir sínar; síðan er svörum safnað saman til að finna samnefnara í umræðum þeirra. Þá gefst þeim kostur á að taka þátt í leik þar sem þau vinna með þá þætti sem dregið geta úr áhættuhegðun.

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðar á árinu.

Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í SKIPULÖGÐU ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTARFI skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og ungmenna
Þau ungmenni sem taka þátt í skipulögðu starfi eru ólíklegri til að nota vímuefni. Það skiptir ekki máli hvort um ræðir íþróttir, dans, tónlist, skátastarf eða félagsmiðstöðvastarf. Mikilvægast er að finna það sem vekur áhuga hvers og eins.
Hvetjum börn og ungmenni til virkrar þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi!
Þau ungmenni sem taka þátt í skipulögðu starfi eru líklegri til að standa sig betur í skóla, líða betur, hafa jákvæðari líkamsvitund og meiri sjálfsvirðingu. Tökum þátt!
Sjá nánar → www.forvarnardagur.is/

Glaðir krakkar

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.