Fortnite jafn ávanabindandi og heróín
Samkvæmt Video Game Revolution VGR og ABC-fréttastofunni getur Fortnite, sem er vinsæll tölvuleikur sem mörg ungmenni spila daglega hér á landi, verið jafn ávanabindandi og heróín.
Fjölmargir sérfræðingar, læknar og heilbrigðisstarfsmenn hafa stigið fram að undanförnu og bent á þessa staðreynd.
Samkvæmt Epic Games voru spilarar í leiknum yfir 80 milljónir í ágúst á þessu ári. Tölvuleikurinn er ávanabindandi að sögn sérfræðinga og getur haft áhrif á þroska barnanna.
Dr. Jack Kruse, sem er bandarískur taugaskurðlæknir, benti á lífeðlisfræðileg áhrif skjánotkunar á börn. Hann segir að ljósið frá skjánum minnki dópamínframleiðslu í heila barnanna sem geri þau bæði háðari leiknum sem og þunglynd á milli þess sem þau spila leikinn.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur nú skilgreint tölvuleikjafíkn sem nýja tegund af geðröskun í elleftu útgáfu stofnunarinnar á alþjóðlegum skilgreiningum sjúkdóma, betur þekkt sem ICD.
Þeir sem þekkja til tölvuleikjafíknar hér á landi ítreka mikilvægi þess að foreldrar setji skýr mörk um daglega spilun. Framhaldsskólakennarinn og fyrirlesarinn Þorsteinn K. Jóhannsson hefur látið málefni er snúa að tölvufíkn sig varða, enda skilgreinir hann sjálfan sig sem tölvufíkil í bata. Hann segir mikilvægt að við fylgjumst með börnunum í tölvunni, enda sé stjórnleysi á þessu sviði ekki skárra stjórnleysi í öðrum málum.
Lesa má meira um þetta hérna…..