Foreldraviðtöl í Rimaskóla fimmtudaginn 12. október
Foreldradagur október 2017
Ágætu foreldrar
Fimmtudaginn 12. október n.k. verður foreldradagur í Rimaskóla. Foreldrar bóka viðtalstíma í gegnum Mentor. Flestiur umsjónarkennarar hafa nú þegar opnað fyrir skráningu. Getið þið ekki mætt, af einhverjum ástæðum, þá vinsamlegast hafið samband við umsjónarkennara eða ritara.
Athugið að nemendur eiga að mæta með foreldrum sínum í viðtal á foreldradegi.
Aðrir kennarar en umsjónarkennarar eru til viðtals í stofum sínum á foreldradegi og er ykkur velkomið að líta við hjá þeim. Það sama gildir um námsráðgjafa.
Á foreldradegi munu skólaliðar setja fram á borð, við aðalanddyri skólans á 1og 2. hæð bláu byggingar, óskilamuni og fatnað.
Með bestu kveðju
Helgi Árnason skólastjóri
p.s. Í einhverjum árgöngum verða foreldraviðtöl með öðru sniði en í formi viðtala. Viðkomandi umsjónarkennarar munu senda nánari upplýsingar.