Foreldraverðlaunin 2020

Heil og sæl.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 25. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag á afmælisdegi samtakanna, 17. september 2020, en samtökin fagna nú 28 ára afmæli. Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála, ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin en að þessu sinni hlutu Smiðjur í Djúpavogsskóla og nytjamarkaðurinn NOTÓ Foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Einnig var Ragnheiður Davíðsdóttir útnefnd Dugnaðarforkur Heimilis og skóla og veitt voru Hvatningarverðlaun til Bókabrölts í Breiðholti. Við óskum vinningshöfum og tilnefndum innilega til hamingju. Í viðhengi er að finna ítarlegri fréttatilkynningu og myndir frá athöfninni.

Heimili og skóli afhendir foreldraverðlaunin 2020 í Þjóðmenningarhúsinu, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigrún Edda Eðvarsdóttir afhenda verðlauna höfum.

Heimili og skóli afhendir foreldraverðlaunin 2020 í Þjóðmenningarhúsinu, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigrún Edda Eðvarsdóttir afhenda verðlauna höfum. 

 

 

 

Því miður forfallaðist fulltrúi verkefnisins sem hlaut aðalverðlaunin á síðustu stundu en við hlupum í skarðið, sjá myndatexta með mynd 1 í fréttatilkynningu. Það er lítið við því að gera. Skrýtnir tímar eins og allir þekkja.

Bestu kveðjur,

 

Hrefna Sigurjónsdóttir

Framkvæmdastjóri / Managing Director

Suðurlandsbraut 24, 2. Hæð

108 Reykjavík

 

Sími/Tel.: (+354) 516 0100

hrefna@heimiliogskoli.is

http://heimiliogskoli.is

http://saft.is

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.