Fjölbreytt og glæsileg öskudagshátíð í Rimaskóla

Nemendur og starfsmenn Rimaskóla skörtuðu flestir grímu-og furðufatabúningum á öskudagshátíð skólans. Nemendur byrjuðu daginn með því að útbúa öskupoka með aðstoð kennara og starfsmanna. Í nestistíma mættu foreldrar með skúffukökur í hundruða tali. Forsvarsmenn MS voru rausnarlegir og gáfu öllum 550 nemendum skólans mjólkurdrykk til að skola kökunum niður. Efnt var til grímuballs í hátíðarsal Rimaskóla þar sem góð stemmning myndaðist og allir viðstaddir tóku þátt í dansinum. Rúsínan í pylsuendanum var síðan þegar Alda Dís sigurvegari í  „Iceland Got Talent 2015“ gaf allt í og söng vinsælustu lögin og endaði á Júróvisionlaginu sínu „Augnabliki“. Nemendur voru vel með á nótunum í öllum lögunum og tóku vel undir sönginn. Öskudagsgleðinni lauk með pítsuveislu sem skólinn bauð upp á. Um hádegisbilið var skóla lokið og flestir nemendur stefndu niður í bæ að syngja og sníkja sér nammi eins og hefðin segir til um.

Öskudagur 2016 (3) Öskudagur 2016 (4) Öskudagur 2016 (5) Öskudagur 2016 (6) Öskudagur 2016 (7) Öskudagur 2016 (9) Öskudagur 2016 (11) Öskudagur 2016 (12) Öskudagur 2016 (13)WP_20160210_10_56_44_Rich WP_20160210_11_07_28_Rich

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.