Félagsmiðstöðva dagurinn 4.nóvember

Góðan dag.

Þann 4.nóvember næstkomandi verður Félagsmiðstöðva dagurinn haldinn hátíðlegur um land allt.

Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, hvetja allar félagsmiðstöðvar til að hafa opið hús þennan dag og leyfa öllum sem vilja að mæta í félagsmiðstöðina og sjá hvað starfið hefur upp á að bjóða. Við í Sigyn bjóðum alla sem vilja kíkja í heimsókn velkomna á milli klukkan 17-19.

Hérna má finna auglýsingu fyrir viðburðinn en við munum bjóða upp á léttar veitingar og sýna Skrekks-atriði Rimaskóla ásamt mörgu fleiru.

Við minnum á að allir sem vilja koma eru velkomnir; unglingar, systkini, mömmur, pabbar, ömmur, afar, frænkur, frændur, vinir og kunningjar.

Við hvetjum ykkur til þess að mæta og kynna ykkur starfið okkar.

Með bestu kveðju, starfsfólk Sigynjar Njörður, Tinna, Helgi & Hera

sigyn@reykjavik.is S.695-5186 & 695-5183

Njörður Njarðarson Rimaskóli

UM HÖFUNDINN

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.