Dagur gegn einelti í Rimaskóla

Hátíðardagskrá, Heimilis og Skóla, á degi gegn einelti var haldin í Rimaskóla í gær, 9. nóvember. Á hátíðinni afhentu Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hvatningarverðlaun dags gegn einelti. Fagráð gegn einelti hjá Menntamálastofnun valdi verðlaunahafa úr innsendum tilnefningum og fyrir valinu varð Guðríður Aadnegard námsráðgjafi og umsjónarkennari við Grunnskólann í Hveragerði.

Á hátíðinni voru nemendur Rimaskóla með skemmtiatriði, stúlkur úr 8. og 10. bekk fluttu Skrekks atriði skólans, stúlkur úr 5. bekk dönsuðu vinadans og Kolbrún Arna nemandi í 9. bekk flutti frumsamið ljóð.

Sjá meira hérna…….

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.