Dagskrá desember
Viðburðir í desember tengdir jólunum
Samsöngur jólalaga í 1. – 7. bekk verður á sal skólans fimmtudaginn 7.desember kl. 9:50 – 10:10 og miðvikudaginn 13. desember frá kl. 9:50 – 10:15 við undirleik Rakelar Maríu Axelsdóttur tónmenntakennara
Þriðjudagur 5. desember: Skreytingadagur: Nemendur 1.- 10. bekkjar skreyta skólann fyrir jólin frá kl. 8:10 – 12:00. Skreytingadagurinn er einn af tíu skóladögum sem ætlaðir eru til að auka á sveigjanleika og fjölbreytni í skólastarfi. Matur kl. 11:20 hjá 1. – 4. bekk og kl. 11:50 hjá 5. – 10. bekk. Gæsla verður í boði fyrir nemendur Tígrisbæjar sem þess óska frá kl. 12:00 – 13:30. Starfsmenn og nemendur klæðast rauðu.
Þriðjudagskvöldið 5. desember: Aðventuhátíð Foreldrafélags Rimaskóla kl 18:30. Skólinn skreyttur hátt og lágt. Helgileikur 4. bekkjar. Umsjón: Guðrún Halldóra, Heiðrún Björk og Sigurbjörg umsjónarkennarar, Rakel María Axelsdóttir og Sigríður Traustadóttir. Dans- og söngatriði frá nemendum skólans og almennur söngur jólalaga við undirleik Rakelar Maríu tónmenntakennara. Foreldrafélagið býður gestum upp á heitt kakó og piparkökur að dagskrá lokinni.
Fimmtudagur 14. desember: Heimsóknir nemenda og starfsfólks í Grafarvogskirkju. Jólastundin okkar:
Kl: 9.00 1. bekkur 3. bekkur 4. bekkur og 7. bekkur (189)
Kl. 10.00 2. bekkur 3. bekkur 5. bekkur og 6. bekkur (185)
Prestur Grafarvogskirkju tekur á móti börnunum og kveikir á aðventukertum með aðstoð nemenda. Sungnir jólasálmar og jólalög við undirleik Rakelar Maríu tónmenntakennara. Nemendur skólans lesa, syngja og leika á hljóðfæri. Þeir foreldrar sem hafa tök á að vera með okkur í kirkjunni eru velkomnir. Nemendum er ekið til og frá kirkju.
Miðvikudagur 20. des. – Jólaskemmtun og stofujól í Rimaskóla:
Kl. 9:00 – 10:45 Jólaskemmtun – stofujól 5- 7. bekkur (150)
Kl. 10:15 – 12:00 Jólaskemmtun – stofujól 1.- 4. bekkur (224)
Kl. 10:15 – 12:00 Stofujól – jólaleikrit 8.- 10. bekkur (132)
Nemendur mæti 10 mínútum fyrir jólaskemmtun / stofujól við bekkjarstofu. Á jólaskemmtun 1. – 4. bekkja sýna nemendur 4. bekkjar helgileik, nemendur 7. bekkjar sýna jólaleikritið Jólaholan og loks er gengið í kringum jólatréð við undirleik Rakelar Maríu. Á jólaskemmtun 5. – 7. bekkjar sýna nemendur 4. bekkjar helgileik og nemendur 7. bekkjar sýna jólaleikritið Jólaholan. Á jólaskemmtun 8. – 10. bekkjar sjá nemendur Jólaholuna, jólaleikrit 7. bekkjar. Leikstjórar eru Agnar Jón Egilsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir frá Leynileikhúsinu. Sviðsmynd: Halli smíðakennari. Búningar: Jónína Margrét myndlistarkennari.
Miðvikudaginn 20. desember: Tígrisbær er opinn frá kl. 8:00 – 17:15.
Fimmtudaginn 21. desember: Jólaleyfi hefst
Starfsdagur verður í Rimaskóla miðvikudaginn 3. janúar 2018
Nemendur mæti að loknu jólaleyfi fimmtudaginn 4. janúar 2018 samkvæmt stundaskrá
Kennarar og starfsfólk Rimaskóla óska nemendum og foreldrum þeirra gleðilegra jóla og þakka samstarfið á árinu 2017