Bíóferð Sigyn – fimmtudaginn 25.febrúar

Góðan dag

Nú er komið á hreint hvaða mynd við ætlum að fara á fimmtudaginn 25.febrúar í 10-12 í Sigyn.

Við munum fara á myndina Daddy’s Home í Egilshöll.

Mæting er þangað klukkan 17:30 (myndin hefst klukkan 17:50).

Áætlað er að myndinni verði lokið klukkan 19:45. Athugið að mæting er beint í Egilshöll og þau fara einnig þaðan sjálf.

Miðaverð er 1.050 krónur sem greiðist við komu.

Við biðjum ykkur vinsamlegast um að senda okkur mætingu á sigyn@reykjavik.is.

Athugið að þetta er ekki bindandi skráning, við viljum fá póst til að áætla hversu margir munu mæta.

Það er í góðu lagi að mæta í bíóferðina án þess að vera búin að skrá fyrirfram ef fyrirvarinn er stuttur.

Hlökkum til að eiga notalega bíóstund saman í vetrarfríinu.

Kær kveðja starfsfólk Sigynjar

Njörður, Tinna, Helgi & Hera

sigyn@reykjavik.is s.695-5186 / 695-5183

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.