Yfirleitt hafa foreldrar mestan áhuga á að vinna að verkefnum í tengslum við menntun, uppeldi og félagsstarf eigin barna. Bekkjareiningin er því kjörinn vettvangur fyrir foreldra til að kynnast innbyrðis, kynnast félögum barna sinna, móta sameiginlegar áherslur í uppeldi og fræðast um skólamál almennt. Til þess að foreldrastarf í bekkjum blómstri er heppilegt að kjósa tvo fulltrúa úr hverri bekkjardeild, eða samkennsluhópi í fámennum skóla, fyrir hvert skólaár.

 

Hlutverk bekkjarfulltrúa er einkum að hafa yfirumsjón með foreldrastarfi í bekknum og fylgjast með því að fyrirfram ákveðin verkefni séu framkvæmd, t.d. bekkjarkvöld, vettvangsferðir, heimsóknir foreldra í bekki, fræðslufundir og samkomu af ýmsu tagi. Þeir eru nokkurs konar trúnaðarmenn foreldra og barna í viðkomandi bekk og samstarfsmenn umsjónarkennarans. ( Sjá nánar í 3. kafla.)

Bekkjarfulltrúarnir eru einnig tengiliðir bekkjarins við foreldrafélag viðkomandi skóla og sitja í fulltrúaráði foreldrafélagsins. Líta má á foreldrastarf í bekkjardeildum eða samkennsluhópum í fámennum skólum sem grasrótarhreyfingu foreldrafélagsins og þar ætti að vera blómleg starfsemi m.a. til að skapa góðan bekkjaranda og samstöðu.

Í fámennum skólum þar sem nemendum er t.d. skipt í tvær eða þrjár deildir er eðlilegt að skipa málum með öðrum hætti, líta annaðhvort á skólann sem eina heild í fámennustu skólunum eða skipa bekkjarfulltrúa fyrir hverja samkennslueiningu,t.d. 1.-4. Bekk, 5.-7.bekk.

Hérna er bréf til bekkjarfulltrúa sem lýsir þessu vel….