Ágætu foreldrar nemenda í 1. – 10. bekk Rimaskóla

Epli og bókVelkomin til samstarfs á nýju skólaári 2015 – 2016.

Við upphaf skólastarfs viljum við stjórnendur og kennarar Rimaskóla ná samstarfi við ykkur foreldra um að koma enn frekar til móts við verkefnið “Heilsueflandi grunnskóli” .

Rimaskóli er þátttakandi í þessu áhugaverða verkefni Landlæknisembættis þriðja árið í röð. Við viljum biðja ykkur um að minnka verulega eða hætta alveg að senda börnin með nesti í verslunarumbúðum svo sem plastdósum eða fernum.

Yfirleitt eru þetta sykraðar vörur sem samræmast ekki þeim markmiðum “heilsueflandi grunnskóla” um hollt og næringarríkt fæði á löngum skóladegi. Við í Rimaskóla hvetjum ykkur foreldra líka til að senda börnin ykkar með vatnsbrúsa í stað ferna sem í mörgum tilfellum innihalda sykraða drykki.

Margir skólar hafa bannað umbúðir og fernur í nesti barnanna en við skólastjórnendur í Rimaskóla metum það þannig að ekki þurfi að beita boði og bönnum heldur breyta viðhorfi viðkomandi aðila með samhentri aðgerð sem leiðir til betri líðan barnanna okkar í skólanum.

Helgi Árnason Rimaskóli
Foreldrafélag logo

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.