Afnemum innkaupalista – undirskriftasöfnun

Barnaheill standa nú að lokahnykk í undirskriftasöfnun um gjaldfrjálsan grunnskóla – þar sem skorað er á yfirvöld að breyta grunnskólalögum og afnema gjaldtöku fyrir námsgögn.

Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á grunnmenntun án gjaldtöku – og þau eiga rétt á vernd gegn mismunun vegna stöðu sinnar eða foreldra sinna.

Skólar eru hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu og í nýútkominni skýrslu Evrópuhóps samtakanna um fátækt kemur fram að menntun og jöfnun tækifæra sé ein öflugasta leiðin til að uppræta fátækt.

Barnaheill hafa frá árinu 2015 þrýst á þingheim að virða ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að grunnskólamenntun sé gjaldfrjáls.

Sáttmálinn var lögfestur á Íslandi 2013 og gildir því sem lög.

Í næstu viku afhendum við nýjum menntamálaráðherra undirskriftalistann og þrýstum á hann og þingheim að breyta grunnskólalögum og taka alfarið fyrir gjaldtöku fyrir námsgögn. 

 

 

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.