Aðalfundur Foreldrafélagsins 16.desember kl 18.30
Aðalfundur Foreldrafélags Rimaskóla verður haldinn mánudaginn 16.desember n.k., í fjölnýtisrými Rimaskóla og
hefst kl 18.30
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Rekstrarreikningur lagður fram
- Kosning í skólaráð
- Kosning í stjórn Foreldrafélags Rimaskóla
- Valgreiðslan
- Foreldrarölt
- Bekkjarfulltrúar
- Skólalóðin
- Skólinn
- Önnur mál
Stjórn foreldrafélagsins starfar í umboði foreldra og þarf að fá hugmyndir og skoðanir frá foreldrum.
Aðalfundurinn er kjörinn vettvangur til að koma þessu á framfæri.
Hvetjum alla til að mæta á fundinn og fá nánari upplýsingar um starfsemi foreldrafélagsins, spjalla saman og koma á framfæri þeim verkefnum sem þið viljið sjá framkvæmd af hálfu félagsins á komandi ári.
Hlökkum til að sjá þig á fundinum!
Stjórn Foreldarfélags Rimaskóla