Aðalfundur Foreldrafélagsins

Aðalfundur Foreldrafélags Rimaskóla var haldinn í gærkvöldi.

Góð mæting var á fundinn og skiptist fólk á skoðunum varðandi málefni skólans.

Formaður félagsins Salvör Þóra Davíðsdóttir fór yfir líðandi starfsár félagsins og þær uppákomur sem félagið kom að.

Þar má nefna afmælisgjöf til skólans, það voru spjaldtölvur sem afhentar voru á afmælishátíð. Öskudagsfjör var einnig flottur viðburður haldið í íþróttasal skólans, vorhátíðin sló í gegn ein og áður með Sirkus Ísland, Rimaskólahlaup ofl.

Síðan kom gjaldkeri félagsins hún Jaqueline og fór yfir ársreikninginnn sem var síðan samþykktur.

Kosið var um fulltrúa í Skólaráð, að þessu sinni eru það Baldvin Örn Berndsen og Stella Norðfjörð sem munu vera þar næstu tvö árin .

Einnig var kosin stjórn Foreldrafélagsins. Þau sem fyrir voru gáfu kost á sér áfram og einnig bættust nýjir meðlimir og verður þetta birt síðar.

Fundi var slitið kl 21.45

UM HÖFUNDINN

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.