Á jólaskemmtunum Rimaskóla var gleði og gaman

Undantekningarlaust voru allir krakkar og kennarar Rimaskóla í hátíðarskapi og nutu atriða á jólaskemmtunum skólans, síðasta skóladaginn fyrir jólaleyfi. Nemendur 4. bekkjar fluttu helgileikinn, frásögnina frá Betlehem, og innlifun flytjenda og áhorfenda var sterk. Í beinu framhaldi var skipt um gír, fjárhúsið í Betlehem varð að Grýluhelli og jólaleikritið “Grýla og gömlu jólasveinarnir, ný ævintýri” var flutt af nemendum 7. bekkjar í leikstjórn Eggerts Kaaber . Þetta var vel lekið og bráðfyndið frá upphafi til enda. Jólasveinarnir 13 voru sendir á skólabekk með misjöfnu gengi og Grýla var send til læknis vegna krónískrar gigtar. Kraftaverkið gerðist, Grýla gamla fékk sprautu sem virkaði til hins betra. Hún tók dansinn við lækninn svona í þakklætisskini. Nemendur 1. – 4. bekkjar dönsuðu í kringum jólatréð og dönsuðu með Huldu danskennara í lokin. Allt undirspil var í höndum Rakelar Maríu tónmenntakennara.  Við erum komin í jólaleyfi og Rimaskóli sendir öllum fjölskyldum símum bestu jólakveðjur.

Með kveðju

Helgi

 

IMG_5716_vefur IMG_5722_vefur IMG_5729_vefur IMG_5736_vefur IMG_5743_vefur IMG_5750_vefur IMG_5756_vefur IMG_5762_vefur

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.