20. nóvember helgaður fræðslu í skólum landsins um mannréttindi barna

SkólastarfiðKæru foreldrar. 

Ykkur til upplýsingar samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að 20. Nóvember hvert ár (daginn sem Barnasáttmálinn varsamþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðuþjóðanna) verði hvert ár helgaður fræðslu í skólum landsins um mannréttindi barna. 

Barnasáttmálinn er útbreiddasti mannréttindasamningur heims og kveður á um þau réttindi sem öll börn eiga að njóta. Sáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf og við stefnumótun stjórnvalda fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla hefur

barnasáttmálinn m.a. verið hafður til hliðsjónar, ekki síst í tengslum við grunnþætti menntunar sem skilgreindir eru í aðalnámskrám fyrir þessi skólastig. 

Þar sem 20. nóvember ber upp á sunnudag að þessu sinni hefur verið ákveðið að haldið verði upp á daginn þann 18. nóvember nk. Skólar eru hvattir til að helga þennan dag mannréttindum barna og mikilvægi þess að börn og fullorðnir þekki Barnasáttmálann. Þegar

nær dregur deginum verða skólum sendar nánari upplýsingar og hugmyndir að viðfangsefnum og verkefnum sem hægt er að vinna að í tilefni dagsins. Barnaheill vill jafnframt benda á vefinn http://barnasattmali.is. Þar er að finna fróðleik og gagnvirk verkefni fyrir nemendur

og ýmsar upplýsingar fyrir kennara og foreldra um Barnasáttmálann og mannréttindi barna, ásamt kennsluhugmyndum. 

Nánari upplýsingar má finna í bréfinu hérna í viðhengi.  

Bestu kveðjur,

 

Björn Rúnar Egilsson

Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.