10-12 ára í janúar

 

01 Janúar MYNDKæru foreldrar og forráðamenn 

Janúar starfið í Sigyn byrjar af krafti á morgun, þriðjudaginn 6.janúar. Nokkrar breytingar voru gerðar á dagskrá starfsins fyrir vorönn. Í stað 5.bekkjar opnanna annan hvern föstudag munum við nú bjóða 4.bekk í Tígrisbæ að koma til okkar á sama tíma. Er það gert til þess að kynna þau fyrir starfinu okkar, starfsfólki og fleira svo að þegar þau koma í 5.bekk að þá séu þau vön komum til okkar. Í janúar munum við svo hafa sérstakar 7.bekkjar opnanir á fimmtudögum. Allar breytingar eru gerðar með það að markmiði að ná til sem flestra krakka í 5.-7.bekk og fá sem flesta til að mæta.

 

Til að útskýra dagskrána betur bendum við á eftirfarandi atriði:

 

8.janúar er ball fyrir 7.bekk í öllum skólum í Grafarvogi. Það kostar ekkert inn. Ballið byrjar klukkan 16:30 og er til klukkan 18:00. Það verður sjoppa á staðnum.  

13.janúar er ferð í miðbæinn. Lagt er af stað úr Sigyn klukkan 15:00 og líkleg heimkoma er um 16:30. Gott væri ef þau gætu tekið strætómiða með sér. Við ætlumst til þess að þau mæti klædd eftir veðri. 

20.janúar er LaserTag. Upplýsingapóstur um það kemur þegar nær dregur.  

Önnur atriði ættu að vera vel útskýrð á dagskránni sjálfri. Ef eitthvað er óljóst ekki þá hika við að hafa samband við Njörð (695-5186) eða Tinnu (695-5183).

 

MBK Tinna Heimisdóttir

Aðstoðar forstöðukona í Sigyn

 

UM HÖFUNDINN

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.